Póstkort heim
Það sem ég lærði af viku ferðalagi um Austur-Evrópu:
1. Það er ekki hægt að treysta á Hostelbookers.com
2. Það er ekki gaman að sofa alklædd, tvö í einbreiðu rúmi í 1 fermetra klefa
3. Köngulónum fannst heldur ekki gaman að deila klefanum með okkur
4. Ef bóka á bíl, þá skal gera það með minnst tveggja vikna fyrirvara
5. Af öllum mætti skal forðast að aka bílnum inni í Búdapest
6. Kort eru yndislegir hlutir, sendir frá Guði og skulu ávallt vera höfð við höndina
7. Ef að ferðalangar eru tveir saman af sitthvoru kyninu skal kvenkyns ferðalangurinn ÁVALLT lesa kortið.
8. Ungverjaland er flatasta land í heimi, fyrir utan kannski Danmörku.
9. Matsölustaðir í Bratislava eru fáir og loka klukkan 7.
10. Strætóstjórar í Bratislava drekka ótæpilega í vinnunni.
11. Ef þú ert ekki með reiðufé á þér má gera ráð fyrir kortakerfið sé bilað á einu bensínstöðinni í 100 kílómetra radíus
12. Það er ekkert opið í Vín á sunnudögum
13. Vegakerfið í Póllandi eru the very definition á ringulreið
14. Þegar skila á bílnum skal gera það um hánótt til að forðast að bílaleigan geti hankað mann á
risastóru beyglunni og hálfs metra löngu rispunni á bílstjórahliðinni.
Fyrir utan nokkur smáatriði var þetta alveg æðisleg ferð. Hápunkturinn var að gista við Balaton vatn í Ungverjalandi sem er lítil paradís sem ég hafði aldrei heyrt um fyrr. Þar var lítill og sætur B&B sem var með herbergi á 50% afslætti vegna ekki-túristatímans sem er í október.
Seinasta daginn okkar keyrðum við til Póllands og skoðuðum Auschwitz-Birkenau. Það var skrýtin reynsla svo lítið sé sagt. Kannski var það bara mengunin í héraðinu en mér fannst eins og allt það ógeðslega sem fór fram þarna liggi ennþá í loftinu. Ekki þægilegt. Ömurlegur staður en mér finnst samt nauðsynlegt að hafa farið þarna. Ef að allir fræðast um það sem þarna fór fram þá kannski getur mannkynið komið í veg fyrir að þetta gerist nokkurn tímann aftur. Það mætti senda marga leiðtoga í skoðunarferð um þetta svæði.
En allavega...
Það gat skeð að eina haustið sem að ég væri ekki á landinu myndi snjóa almennilega. Það er eins gott að það verði eitthvað eftir þegar ég kem heim! Mig langar að byggja snjókarl! Það var búið að lofa mér miklum snjó hér í Prag en hann hefur látið á sér standa.
Eiginlega er veðrið búið að vera algjör draumur. Ennþá þvílíkt hlýtt og næstum aldrei rigining.
Okkur tókst loksins að stúta Opal flöskunni sem við komum með út. Hún var drukkin á stórskemmtilegu djammi með Elínu og bandarískri vinkonu hennar en þær komu í heimsókn um seinustu helgi. Við enduðum á karókí bar og þar var einmitt Guðgeir í karókí tekinn upp á myndband. Sem var mjöööög gaman að horfa á daginn eftir.
Einhvern veginn verð ég að taka til í fataskápnum mínum. Ég var náttúrulega ekki fyrr komin hingað út en ég fattaði að öll fötin sem ég tók með mér út voru annað hvort a) svört, b) með biluðum rennilás eða c) algjörlega ósamstæð. Ég var eitthvað að reyna að kaupa föt í "klassískum" stíl en þegar trúarbragðakennarinn þinn lítur á bolinn þinn og hrópar upp "Heida, Heida! I just got a 70's flashback!!" þá veistu að þú ert að gera eitthvað fundamentally rangt.
Kommentin ykkar bjarga mér algjörlega þar sem að ég er annars frekar sambandslaus við Íslandið. Þannig að kvitta hjá mér plís :-)
Later...